Ratsjáin – fyrir stjórnendur í ferðaþjónustu

Rekur þú metnaðarfullt ferðaþjónustufyrirtæki og vilt gera enn betur?

Viltu spegla þig í öðrum fyrirtækjum og efla tengslanetið?

Viltu kynnast verkfærum til að efla þig sem stjórnanda og leiðtoga?

Viltu ráðgjöf sérfræðinga?

Þá er Ratsjáin fyrir þig.

Ratsjáin er samstarfsverkefni Íslenska ferðaklasans og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands sem stuðlar að því að bjóða stjórnendum í starfandi ferðaþjónustufyrirtækjum þátttöku í þróunarferli með það að markmiði að efla þekkingu og hæfni sína á sviði fyrirtækjareksturs.

Hér er horft til eflingar starfandi fyrirtækja með þjálfun og kennslu sem stuðlar að heilbrigðari rekstri og betri afkomu ásamt aukinni verðmætasköpun fyrirtækjanna.

Fyrirtækin sem koma til greina þurfa að hafa starfað í að minnsta kosti þrjú ár á heilsársgrundvelli og velta að lágmarki 30 milljónum á ári síðustu 2 ár.

Stjórnendur ferðaþjónustufyrirtækja sem taka þátt í Ratsjánni fá einstakt tækifæri til nýta sér ýtarlegt greiningatól sem metur stöðu fyrirtækisins. Þetta er eins konar heilsufarsskoðun sem gefur stjórnendum heildræna sín á öllum ferlum fyrirtækisins.

Allar nánari upplýsingar veita:

Ásta Kristín Sigurjónsdóttir klasastjóri Íslenska ferðaklasans, s: 861-7595, mail: asta.kristin@icelandtourism.is

Sigríður Kristjánsdóttir, verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands í s: 522-9462, mail: sirry@nmi.is

Umsóknarfrestur í Ratsjána er til 31. maí næstkomandi.

Sæktu um strax í dag!

Bakhjarlar Ratsjárinnar eru:

Án öflugra bakhjarla væri kostnaður fyrirtækja mun meiri. Neðangreindir aðilar koma að Ratsjánni með fjármagni og þekkingu.

logoin