Rekur þú metnaðarfullt ferðaþjónustufyrirtæki?

Viltu gera enn betur?

Ratsjáin á Norðurlandi vestra er sex vikna svæðisbundið þróunar- og nýsköpunarverkefni fyrir stjórnendur ferðaþjónustufyrirtækja sem vilja gera enn betur. Undir leiðsögn sérfræðinga kynnast þátttakendur verkfærum sem efla þá sem stjórnendur, spegla sig í reynslu annarra fyrirtækja og efla tengslanetið.

Umsóknarfrestur í verkefnið er til 3. febrúar 2018.

RatsjaVest
Hópurinn í Ratsjánni á Vestfjörðum: Arna L. Jónsdóttir frá NMÍ, Sigríður G. Ásgeirsdóttir frá Engjavegi, Linda Pálsdóttir frá Vesturferðum, Gunnar S. Sæmundsson frá Engjavegi, Nanný A. Guðmundsdóttir frá Skútusiglingum, Birna Jónasdóttir frá Versfjarðarstofu, Sigþrúður Guðnadóttir frá NMÍ, Sigurður Arnfjörð frá Edinborg og Elías Guðmundsson frá Fisherman.

Markmið verkefnisins er bætt afkoma ferðaþjónustufyrirtækja með því að greina tækifæri til nýsköpunar og styrkja enn frekar þekkingu, færni og tengslanet stjórnenda.

Stjórnendur ferðaþjónustufyrirtækja sem taka þátt í Ratsjánni fá einstakt tækifæri til nýta sér ýtarlegt greiningatól sem metur stöðu fyrirtækisins með áherslu á nýsköpunargetu og markaðsmál þess. Þetta er eins konar heilsufarsskoðun sem gefur stjórnendum heildræna sín á öllum ferlum fyrirtækisins.

Ratsjáin er samstarfsverkefni Íslenska ferðaklasans og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og er unnið með stuðningi af Byggðaáætlun.

Öll starfandi fyrirtæki í ferðaþjónustu eiga kost á að sækja um uppfylli þau umsóknarkröfur, en aðeins eru tekin inn 6 fyrirtæki í hvert skipti.  Ekki verða valin til þátttöku fyrirtæki sem eru í beinni, staðbundinni samkeppni hvert við annað. Fyrirtækin sem koma til greina vinna þegar á heilsársgrundvelli eða stefna að heilsársstarfssemi og velta að lágmarki 30 milljónum á ári síðustu 2 ár.

Allar nánari upplýsingar veita:

Ásta Kristín Sigurjónsdóttir framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans, s: 861-7595, mail: asta.kristin@icelandtourism.is

Selma Dögg Sigurjónsdóttir, verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands í s: 522-9434, mail: selma@nmi.is