Heimafundur Álfheima

Annar heimafundur Ratsjár Austurlands fór fram þann 16.janúar hjá Álfheimum Borgarfirði eystri. Þetta var sá fyrsti á nýju ári og mikil tilhlökkun að hittast aftur eftir gott jólafrí. Eins og áður er jafningjafræðsla kjarnahugmyndafræði Ratsjánnar, en er laumað inn fræðslu og þekkingu annarra reynslubolta úr atvinnulífinu. Að þessu sinni fengur þátttakendur fræðslu um rekstrarmál hjá Ástu Kristínu frá Íslenska Ferðaklasanum og gagnlegar ábendingar varðandi ferðasýningar frá Maríu í Austurbrú.

Yfir daginn fór síðan fram hörkuvinna í teymum þar sem áskoranir, tækifæri og framtíðarsýn hótelsins voru ræddar fram og tilbaka. Í lokin voru niðurstöður kynntar. Enn og aftur sýnir það sig hvað jafningjafræðsla er öflug þegar skoða skal vaxtarmöguleika, helstu veikleika, styrkleika sem þarf að efla og framtíðarsýn fyrirtækis. Reyndir stjórnendur í ferðaþjónustugeiranum koma þarna saman með fulla vasa af reynslu, mistökum og lærdómi sem hægt er að deila með félaga í rekstri.

Álfheimar er fjölskyldufyrirtæki rekið á sterkri arfleifð ferðaþjónustuaðila. Arngrímur Viðar hefur áralangt staðið í rekstri í ferðaþjónustu og ber hótelið þau merki. Staðsetning, umhverfi, náttúra og óútskýranlegur kraftur leynist á Borgarfirði sem auðvelt er að finna fyrir um leið og keyrt er inn í bæinn. Því er ekki amalegt að vera Arngrímur Viðar í Álfheimum sem býr yfir öllum þessum frábæru eiginleikum auk frábærrar þjónustulundar.

Álfheimar skartar 30 tveggja manna fjölskylduvænum herbergjum með sérbaðherbergjum og háhraða Internettengingu. Rúsínan í pylsuendanum er innifalin morgunverður með ómetanlegu útsýni yfir Borgarfjörðinn.

Álfheimar heimaheimsókn


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s