Þriðji heimafundur – Gistihúsið

Ratsjá Austurland er komin á gott skrið og var þriðji heimafundur haldinn þann 31. Janúar. Þátttakendur komu saman hjá Huldu og Galla sem reka Gistihúsið – Lake Hotel Egilsstadir. Fjalar Sigurðsson byrjaði daginn á að fara yfir markaðsmál og skoðaði hvernig markhópar, markmið og skilaboð hanga saman sem órjúfanleg heild. Hulda og Gulli kynntu fyrirtækið, stöðu þess, áskoranir og tækifæri. Síðan réðust hóparnir í sína greiningarvinnu með þá punkta í vasanum. Nú hafa þátttakendur náð að slípa sig saman og árangurinn sést í því að kraftur, skipulagning og fagleg rýni einkenndi hópavinnuna. Aðilar hópanna áttu auðveldara með að nota öll tæki og tól til greiningar ásamt því að stilla upp lokakynningu. Hönnunarhugsun, fagleg rýni á rekstur heimafyrirtækis og sköpunarkraftur var allsráðandi í hugmyndavinnu allra þessara reyndu stjórnenda í ferðaþjónustunni á Austurlandi.

Saga gistingar á Gistihúsinu teygir sig aftur til ársins 1884 því þá taldi þáverandi ábúandi nauðsynlegt að hefja gjaldtöku fyrir gistingu sökum bágs efnahags. Þar með hófst rekstur gistihúss á Egilsstöðum sem hefur haldist svo að segja óslitinn fram á þennan dag. Árið 1889 komst rekstur Gistihússins í hendur forfeðra annars núverandi eiganda og 1997 keypti hann ásamt eiginkonu sinni Gistihúsið. Á rúmlega áratug gerðu þau umfangsmiklar endurbætur á eldri hluta hótelsins og fylgdi á eftir 1.500 m2 stækkun hótelsins. Í dag er starfrækt þar gisting, veitingarhús og heilsulind; Gistihúsið, Eldhúsið og Baðhúsið.

Við hlökkum til að sjá þetta verkefnið þróast áfram og ekki síður sjá afrakstur þrotlausrar vinnu þátttakenda.  Við munum að sjálfsögðu leyfa ykkur að fylgjast með og næst förum við aftur til Seyðisfjarðar og heimsækjum Hótel Aldan.

 

LakeHotel


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s