Fjórði heimafundur

Á fjórða heimafundi, þann 8. Janúar, sóttum við Seiðisfjörð aftur heim. Eins og við var fundurinn árangursríkur enda mættu þátttakendur vel undirbúnir og þaulreyndir til vinnu hjá þeim Davíð, Dýra eigendum og Sigfríð hótelstjóra Húsahótel ehf. Dagurinn byrjaði með fyrirlestri Sigríðar Kristjánsdóttur um mannauðsmál. Hún dreypti meðal annars á því hversu mikilvægt það er að starfsmenn fylgi gildum fyrirtækisins og sá þáttur sé athugaður í ráðningarferlinu. Með því aukast líkur á því að innan fyrirtækisins myndist sterk liðsheild fólks með ólíkar skoðanir en sömu fyrirtækjagildi. Jákvæð og góð fyrirtækjamenning skilar sér góðri þjónustu og ýtir þannig undir jákvæða upplifun gesta.

Því næst kynntu Húsahótel hópurinn sögu rekstursins og húsanna sem eru í þeirra eigu. Að því loknu hófst vinna hópanna enn á ný og niðurstöður þeirra kynntar í fallegu umhverfi Öldunnar. Hóparnir komu með gagnlega og nýtilega punkta sem viðkom markaðsmálum, hönnun og nýtingu húsa.

Eigendur Húsahótel hafa unnið að því að gera upp söguleg hús sem legið hafa undir skemmdum og annað hvort hafið þar veitingarekstur eða hótelrekstur. Þessi vinna hefur vægast sagt tekist vel og samandstanda húsin öll af fallegri hönnun, útsjónarsemi og tilvísun í sögu þeirra. Að auki leggja eigendur ríkuleg áherslu á góða þjónustu, gæði og ánægju starfsfólks.

Saga Húsahótels nær til ársins 2003 þegar hótel og veitingarstaður er stofnað í tveimur húsum, gamla kaupfélaginu og bankanum af Dýra Jónsssyni, Diljá Jónsdóttur og Davíð Kristinssyni. Þau eignuðust Hótel Snæfell árið 2005, gamla skólann 2009 sem þau breyttu í íbúðarhótel. Árið 2010 tóku þau við rekstri á veitingum í Skaftfelli. Norðaustur og Sushi & Bar var sett á legg árið 2015. Þessi fjölbreytti rekstur heyrir undir fyrirtækið Húsahótel ehf. Starfssemin hefur 7-8 manns í fullu starfi allt árið um kring og 55 manns yfir sumarið.

 

Aldan Collage


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s