Fimmti heimafundr hjá Hildibrand

Nú er Ratsjá Austurland kominn vel á veg og farið að síga á seinni hlutann. Fimmti heimafundur af sjö var haldinn á Neskaupsstað þann 15. febrúar þegar við heimsóttum Hákon, Hrafnhildi og co hjá Hildibrand.

María Hjálmarsdóttir hjá Austurbrú og verkefnastjóri Áfangastaðarins var með innslag um vöruþróun í ferðaþjónustu. Það er vel við hæfi á þessu stigi að tengja Ratsjá Austurland við Áfangastaðinn, því þrotlaus vinna hefur farið fram í  Austurbrú, m.a. við markaðs- og markhópagreiningar. Hákon tók boltann og lýsti sögu og stöðu fyrirtækis. Mikið hefur verið gert frá stofnun þess árið 2012 og einkenna þær aðgerðir útsjónasemi og vilja til vaxtar.

Vinnuhóparnir eru orðnir vel sjóaðir í greiningarvinnu enda orðin vön öllum greiningartólum, tækjum og vinnuaðferðum. Það sannaði sig hér sem endranær að vinnustofur á meðal jafningja er arðbær og árangursrík aðferðafræði. Hvert fyrirtæki hefur sína sögu og reynslu til að deila inn í vinnuhópana og koma því gagnlegar ábendingar frá þeim á hluti sem heimafyrirtækið getur verið blint fyrir vegna of mikillar nándar við reksturinn. Málshátturinn glöggt er gests augað á því vel við hér.

 

Saga Hildibrand nær til ársins 2014 þegar fjölskyldufyrirtækið Hildibrand opnaði nýtt 15 íbúða hótel í Neskaupstað. Áður hýsti húsnæðið kaupfélag bæjarins, er var stofnað árið 1948 af Hildibrandi afa og langafa núverandi eiganda þeirra Guðröðar og Hákons. Hótelið ber nafnið Hildibrand hótel eftir fjölskyldufyrirtækinu sem sér um rekstur þess. Hákon Guðröðarson og eiginmaður hans, Hafsteinn Hafsteinsson, sjá um rekstur hótelsins og er fyrirtækið í eigu þeirra og foreldra Hákonar, Guðröðar Hákonarsonar og Þóru Lindar Bjarkadóttur.

Árið 2016 opnuðu þau Beituskúrinn og reka þar bæði veitingarsölu og afþreyingu. Einnig hafa þau hafið rekstur á bátnum Gerpir sem fer með gesti í allskyns siglingar í firði og afskekkta staði í nágrenni við Neskaupsstað. Það er því margt í gangi hjá Hildibrand rekstraraðilum og er hér enn ein ástæða þess að vert er að sækja Austfirði heim.

 

HildibrandCollage


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s