Heimafundur í Húsi Handanna

Sjötti heimafundur Ratsjár Austurlands var haldinn þann 22. febrúar í Sölumiðstöð Húsi Handanna. Lára Vilbergsdóttir rekur verslunina og hefur verið helsti drifkraftur verkefnisins frá upphafi þess, en þar er einnig stafrækt upplýsingamiðstöð ferðamanna. Heimafundurinn hófst með því að Sigþrúður Guðnadóttir kynnti aðferðafræði „Business Model Canvas“, en svo tók Daniel Byström við og ræddi um mikilvægi hönnunarhugsunar í ferðaþjónustu. Í báðum erindum var lögð áhersla á mikilvægi þess að skapa virði fyrir ferðamanninn í gegnum hönnun og upplifun.  Daniel hefur komið mikið að stefnumótunarvinnu Austurbrúar varðandi Áfangastaðinn Austurland. Í öllu stefnumótunarferlinu hefur hönnunargildum verið haldið til haga. Við höfum einnig lagt áherslu á slíkar aðferðir í Ratsjánni, bæði í gegnum „Business Model Canvas“ og með því að kynna aðferðarfræði „Design thinking“.

Eftir erindi dagsins kynnti Lára fyrirtækið og sögu þess, að því loknu hófust þátttakendur handa. Hús Handanna er eina fyrirtækið sem tekur þátt í Ratsjá Austurlands sem ekki býður upp á gistingu, beina afþreyingu og/eða veitingasölu. Það var því áskorun fyrir aðra þátttakendur að beita sinni sérþekkingu á reksturinn, en þau leystu það að sjálfsögðu með sóma. Það er mikilvægt að geta nýtt þau tól og tæki sem kynnt eru í Ratsjánni við ólíkar aðstæður og í ólíkum rekstri.

Hús Handanna var stofnað árið 2010 með það að markmiði að kynna vörur úr héraði ásamt annarri íslenskri hönnun og listhandverki. Það var mjög viðeigandi að erindi dagsins lögðu áherslu á virði hönnunar, því hönnun er svo sannarlega sterkasta gildi fyrirtækisins.  Hús Handanna er heillandi staður að heimsækja, en þar er enn lögð megin áhersla á Austurland í vöruframboði. Í versluninni má finna fjölbreytt vöruúrval, til dæmis matarminjagripi, tónlist, ritlist, ýmsar hönnunarvörur og myndlist. Með því að blanda saman Upplýsingamiðstöð ferðamanna og vönduðum vörum úr héraði er hægt að kynnast því besta sem Austurland hefur upp á að bjóða. Það er því vel þess virði að kíkja í Hús Handanna á Egilsstöðum.

Hús handanna


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s