Lokafundur Ratsjá Austurland í Laugarfelli

Sjöundi og jafnframt síðasti heimafundur var haldinn hjá Páli í Laugarfelli þann 28.febrúar sl. Þessi heimafundur var ólíkur hinum að því leytinu til að hafist var strax handa við greiningu fyrirtækis eftir að Páll hafði kynnt þeim fyrir sögu og rekstri fyrirtækisins. Greiningarvinnan fór vel fram og einkenndist af aga og faglegum ábendingum á rekstur Laugarfells. Páll var einkar ánægður í lokin og hefur þegar hafist handa við úrbætur.

Eftir alla heimafundi taka við eftirfylgni fundir með hverju og einu fyrirtæki þar sem farið er yfir niðurstöður greiningarvinnu hópanna og næstu skref skipulögð.

Það er vægast sagt ánægjulegt að geta sagt frá því að fyrirtækin hafa hver á sinn hátt tekið lærdóm af jafningjavinnu sem þessari. Nánast öll fyrirtækin nefndu mikilvægi þess að vera þátttakandi í rýnivinnu á önnur fyrirtæki og að lærdómurinn hafi hvað mest komið úr þeirri vinnu þar sem ýmis góð tæki og tól voru notuð til að færa fyrirtækið upp á næsta skref í vextinum. Einnig hafa sum þeirra nú þegar hafið úrbótavinnu byggða á tillögum frá vinnuhópum verkefnisins.

Laugarfell er rekið af Páli og fjölskyldu og tóku þau við rekstri fyrirtækis desember 2012. Hafa forsvarsmenn náð miklum árangri síðan þá að markaðssetja svæðið, vörur og þjónustu í samræmi við staðsetningu, markhópa ofl. Á Laugarfelli er rekin gisting, ferðir með leiðsögn, náttúrulaugar og matsala.

Við þökkum öllum þátttakendum Ratsjár Austurland fyrir virkilega ánægjulegar stundir á liðnum vikum og hlökkum til að fylgjast með þessum flottu fyrirtækjum í framtíðinni.

Laugarfell

 

 

 

 


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s