Ratsjá Vestfirðir

RatsjaVest

Arna L. Jónsdóttir frá NMÍ, Sigríður G. Ásgeirsdóttir frá Engjavegi, Linda Pálsdóttir frá Vesturferðum, Gunnar S. Sæmundsson frá Engjavegi, Nanný A. Guðmundsdóttir frá Skútusiglingum, Birna Jónasdóttir frá Versfjarðarstofu, Sigþrúður Guðnadóttir frá NMÍ, Sigurður Arnfjörð frá Edinborg og Elías Guðmundsson frá Fisherman.

 

Nú er Ratsjáin Vestfirðir í fullum gangi og hófst verkefnið með kynningarfundi þann 4. apríl. Að þessu sinni taka 5 vestfirsk fyrirtæki þátt og eru það Fisherman á Suðureyri, Vesturferðir, Engjavegur, Skútusiglingar og Edinborg. Að auki er verkefnið unnið í samvinnu við Vestfjarðarstofu sem tekur virkan þátt á vinnufundum verkefnisins. Þekkingin og reynslan er gríðarlega mikil í hópnum og umræðurnar líflegar eftir því.

Fisherman og Vesturferðir hafa bæði haldið sína heimafundi og í þessari viku er komið að Engjavegi. Líkt og áður vinnum við með mismunandi verkfæri með það að markmiði að efla stjórnendur ferðaþjónustufyrirtækja. Greiningarvinna hvers fyrirtækis hefst með Innovation Health Check sem er öflugt greiningartól sem systurstofnun NMÍ í Írlandi hefur þróað.  Við kynnum jafnframt viðskiptafræðitól eins og SVÓT og aðferðarfræði Busienss Model Canvas. Tólin þurfa ekki að vera flókin, en lykilatriði er að nota viðskiptafræðitól sem hentar fyrirtækjarekstrinum og nýta þau vel.

Eitt af markmiðum Ratsjárinnar er að efla ferðaþjónustu sem lengst frá höfuðborgarsvæðinu.  Áskoranir ferðaþjónustu á Vestfjörðum eru vissulega í brennidepli í fundarumræðum. Allir þátttakendur eru þó sammála um að tækifærin eru mikil á Vestfjörðum, svæðið hefur upp á mikið að bjóða og hægt er að taka á móti fleiri gestum allan ársins hring. Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður, Sæluhelgin á Suðureyri og nýafstaðin Fossavatnsganga eru góð dæmi þess að Vestfirðir eru ákjósanlegur áfangastaður fyrir íslenska og erlenda ferðamenn. Það er vel þess virði að kynna sér hvað svæðið hefur upp á að bjóða utan hátíðarhalda, hvort sem það er til þess að upplifa framúrskarandi og afþreyingu eða einstaka náttúru.

 


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s