Fyrsti heimafundurinn á Norðurlandi vestra

Fyrsti heimafundur Ratsjárinnar á Norðurlandi vestra fór fram þann 19. febrúar hjá Selasiglingu á Hvammstanga. Selasigling er eina fyrirtækið á Íslandi sem býður upp á skipulagðar ferðir í selaskoðun á sjó enda er fyrirtækið vel í sveit sett þar sem að í Miðfirði er aðgengi við sellátur er mikið og geta gestir fyrirtækisins átt von á að komast ansi nærri selnum.  Þátttakendur kynntust starfsseminni og rýndu í tækifæri, áskoranir, rekstur og rekstrarumhverfi fyrirtækisins.
Gert er ráð fyrir að allir heimsækja alla og að vinnufundur sem fram fer hjá einum aðila setji fókus á hans rekstarmál og umhverfi. Í Ratsjánni kynnast þátttakendur verkfærum sem efla þá sem stjórnendur, spegla sig í reynslu annarra fyrirtækja og efla tengslanetið. Þessi fyrsti heimafundur einkenndist af því að læra inn á aðferðafræði Ratsjárinnar, kynnast öðrum þátttakendum og skipuleggjendum. Farið var yfir notkun markaðs- og samkeppnisgreiningar og verkfærin til þess að framkvæma slíkar greiningar.
Hópavinnan fór gríðarlega vel af stað og þrátt fyrir mikið flæði af nýjum upplýsingum á þessum fyrsta heimafundi, þá náði hópurinn góðum árangri. Í lok dags lágu fyrir athuganir, umsagnir og tillögur sem allar byggjast á reynslu þátttakanda.
Við hlökkum mikið til næsta heimafundar sem verður þann 5. mars næstkomandi og þá hjá ferðaþjónustunni Lýtingsstöðum í Skagafirði.


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s