Skipulag

Skuldbinding

Það er mikil áskorun fólgin í því að þróa fyrirtækið sitt og koma auga á nýskapandi verkefni, við leitum því eftir 8 fyrirtækjum víðsvegar að á landinu sem eru tilbúin að:

  • Skuldbinda sig í 10 mánuði til að vinna að eflingu síns fyrirtækis
  • Miðla rekstrarreynslu sinni og þekkingu með öðrum þátttakendum
  • Taka á móti öðrum þátttakendum í verkefninu á sínum heimavelli
  • Fara í naflaskoðun á öllum rekstrarþáttum fyrirtækisins í fullum trúnaði við alla hluteigandi
  • Horfa til framtíðar í vöruþróun og uppbyggingu sem eykur verðmætasköpun íslenskrar ferðaþjónustu
  • Vera virkir og gefandi þátttakendur sem hafa gaman að því að læra nýja hluti, nota ný verkfæri og stækka tengslanetið sitt svo um munar.
  • Vera samfélagslega ábyrg og vinna að úrbótum í sínu nærumhverfi

Fyrirtækin sem koma til greina þurfa að hafa starfað í að minnsta kosti þrjú ár á heilsársgrundvelli og velta að lágmarki 30 milljónum á ári síðustu 2 árum.

Ferlið

Í valnefnd sitja fulltrúar Íslenska ferðaklasans, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Ferðamálastofu.

Niðurstaða valnefndar verður kynnt í lok maí en námskeiðið hefst í lok ágúst með upphafsfundi sem haldinn verður í Reykjavík.

Á upphafsfundi verða trúnaðarsamningar undirritaðir auk fræðsludagskrár og undirbúningi fyrir verkefni vetrarins. Að þeim fundi loknum verða haldnir mánaðarlegir  vinnufundir frá september til maí að desember undanskildum. Fundirnir verða haldnir til skiptis hjá þátttökufyrirtækjum.

Greiningarvinnan:

Ráðgjafi og klasastjóri heimsækja öll fyrirtækin og gera heildstæða greiningu á þeim. Gera þarf ráð fyrir að sá fundur taki heilan dag þar sem farið verður yfir alla þætti rekstrar fyrirtækisins.

Stjórnendur ferðaþjónustufyrirtækja sem taka þátt í Ratsjánni fá einstakt tækifæri til nýta sér ýtarlegt greiningatól sem metur stöðu fyrirtækisins. Þetta er eins konar heilsufarsskoðun sem gefur stjórnendum heildræna sín á öllum ferlum fyrirtækisins. Notuð verður viðurkennd Evrópsk aðferðafræði sem greinir meðal annars aðlögunarhæfni fyrirtækja og burði þeirra til nýsköpunar. Að auki er hægt að greina hvernig hvert og eitt fyrirtæki stendur í samanburði við fjölmörg önnur evrópsk ferðaþjónustufyrirtæki. Reynslan hefur sýnt að fyrirtæki sem nýta slíkar greiningaaðferðir ná betri árangri í rekstri og eru tilbúnari til að takast á við framtíðarverkefni.

Á meðan á verkefninu stendur hafa stjórnendur ferðaþjónustufyrirtækja tækifæri til að vinna markvisst með þá ferla sem bæta má innan fyrirtækisins og efla enn frekar þá sem eru helstu styrkleikar þeirra.

Vinnufundirnir:  

Gert er ráð fyrir að allir heimsækja alla og að vinnufundur sem fram fer hjá einum aðila setji fókus á hans rekstarmál og umhverfi auk þess sem sérstakt fundaþema verður hverju sinni. Gera má ráð fyrir að fundaþemu geti breyst eftir aðstæðum og þörfum hvers heimafyrirtækis hverju sinni og er því fyrst og fremst um ákveðna nálgun að ræða.

Eitt fyrirtæki er kynnt í upphafi hvers vinnufundar.

Að baki slíkrar kynningar er talsverð greiningarvinna ráðgjafa/klasastjóra og fulltrúa viðkomandi fyrirtækis, þar sem allar upplýsingar eru uppi á borðinu.

Á vinnufundum er gert ráð fyrir að skipst verði á skoðunum og að þátttakendur komi með hugmyndir og lausnir á þeim vandamálum sem heimafyrirtækið stendur frammi fyrir.

Lagt er til að fundir hefjist ekki síðar en kl 10 fyrri daginn og sé lokið á hádegi þann næsta. Reynt verði eftir fremsta megni að ná kostnaði við ferðalög, gistingu og uppihald niður en sá kostnaður er á ábyrgð þátttakenda.

Gert er ráð fyrir að allur kostnaður við uppihald verði í einum tilboðspakka og leitað verði allra leiða við að halda þeim kostnaði í lágmarki.

Verkefnið hefur göngu sína eftir miðjan september 2016 og er verkefnatímabilið til maí 2014

Dagskrá vinnufunda:

Hér er ekki um endanlega dagskrá að ræða og röð getur breyst. Gert er ráð fyrir að dagskrá funda verði ákveðin að nokkru leiti í samráði við heimafyrirtæki og markaðsstofur á hverju landssvæði.


dagskra

Sækja um Ratsjána