Hvað kostar og hvað fá fyrirtækin

Þátttökugjald fyrirtækjanna er kr. 150.000.

Að auki þurfa þátttakendur að gera ráð fyrir að greiða fyrir ferðir innanlands, gistingu og fæði á meðan á fundum stendur.

Aðildarfélagar í Íslenska ferðaklasanum fá 20% afslátt af þátttökugjöldum.

Þátttakendur sem eru ekki aðilar að Íslenska ferðaklasanum munu fá fría aðild að klasasamstarfinu á meðan á verkefninu stendur.