Umsjón og ráðgjöf

Íslenski ferðaklasinn og Nýsköpunarmiðstöð Íslands annast sameiginlega umsjón með Ratsjánni. Verkefnastjórn og ráðgjöf annast Katrín, Ásta, Sigþrúður og Sigríður.

Katrín Jónsdóttir er verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands á Austurlandi.  Hún hefur komið að fjölmörgum verkefnum á sviði ferðaþjónustu og stafrænni markaðssetningu.  Katrín hefur M.Sc. gráðu í Alþjóðaviðskiptum frá Háskólanum í Reykjavík og B.A í Þýsku frá Háskóla Íslands. Katrín hefur unnið við verkefnaþróun í tengslum við vef og vefverslun, samfélagsmiðla og efnisframleiðslu fyrir vef.

Ásta Kristín Sigurjónsdóttir er framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans. Hún  lauk IPMA vottun í verkefnastjórnun frá árið 2011. Einnig lauk hún BS gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2004. Hún hefur um árabil sinnt ráðgjöf við fyrirtæki og sveitarfélög á Austurlandi á sviði nýsköpunar og þróunar.

Sigþrúður Guðnadóttir hefur verið verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands í fjögur ár. Hún hefur annast verkefni  á sviði skapandi greina og ferðaþjónustu og meðal annars haft umsjón með fyrirlestraröðinni Gaman í alvörunni á Setri Skapandi greina við Hlemm. Sigþrúður er með  diploma í margmiðlunarhönnun, BA í Information management og MA í Organisational Innovation and Entrepreneurship frá Copenhagen Business School.

Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir hefur verið verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands í tíu ár. Hún hefur komið að fjölmörgum verkefnum á sviði ferðaþjónustu og meðal annars ritstýrt handbókinni Einstök íslensk upplifun.  Sigríður hefur lokið M.S gráðu í forystu og stjórnun við Háskólann á Bifröst og hafði áður lokið BS gráðu í viðskiptafræði frá sama háskóla og diplomanámi í hótelstjórnun frá IHTTI í Sviss.