Umsjón og ráðgjöf

Íslenski ferðaklasinn og Nýsköpunarmiðstöð Íslands annast sameiginlega umsjón með Ratsjánni. Verkefnastjórn og ráðgjöf annast Arna Lára,  Katrín, Ásta, Sigþrúður og Sigríður.

Arna Lára Jónsdóttir er verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands á Vestfjörðum. Hún hefur unnið að fjölmörgum verkefnum á sviði orkumála, stafrænnar tækni, stuðningi við frumkvöðla og fyrirtæki.  Arna Lára er með B.A. gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands. Arna hefur víðtæka reynslu við mat styrkumsókna, stuðning og ráðgjöf við umsóknagerð.

Katrín Jónsdóttir er verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands á Austurlandi.  Hún hefur komið að fjölmörgum verkefnum á sviði ferðaþjónustu og stafrænni markaðssetningu.  Katrín hefur M.Sc. gráðu í Alþjóðaviðskiptum frá Háskólanum í Reykjavík og B.A í Þýsku frá Háskóla Íslands. Katrín hefur unnið við verkefnaþróun í tengslum við vef og vefverslun, samfélagsmiðla og efnisframleiðslu fyrir vef.

Ásta Kristín Sigurjónsdóttir er framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans. Hún  lauk IPMA vottun í verkefnastjórnun frá árið 2011. Einnig lauk hún BS gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2004. Hún hefur um árabil sinnt ráðgjöf við fyrirtæki og sveitarfélög á Austurlandi á sviði nýsköpunar og þróunar.

Sigþrúður Guðnadóttir hefur verið verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands í fjögur ár. Hún hefur annast verkefni  á sviði skapandi greina og ferðaþjónustu og meðal annars haft umsjón með fyrirlestraröðinni Gaman í alvörunni á Setri Skapandi greina við Hlemm. Sigþrúður er með  diploma í margmiðlunarhönnun, BA í Information management og MA í Organisational Innovation and Entrepreneurship frá Copenhagen Business School.

Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir hefur verið verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands í tíu ár. Hún hefur komið að fjölmörgum verkefnum á sviði ferðaþjónustu og meðal annars ritstýrt handbókinni Einstök íslensk upplifun.  Sigríður hefur lokið M.S gráðu í forystu og stjórnun við Háskólann á Bifröst og hafði áður lokið BS gráðu í viðskiptafræði frá sama háskóla og diplomanámi í hótelstjórnun frá IHTTI í Sviss.