Umsjón og ráðgjöf

Íslenski ferðaklasinn og Nýsköpunarmiðstöð Íslands annast sameiginlega umsjón með Ratsjánni. Verkefnastjórn og ráðgjöf annast Ásta, Hermann, Selma og Sigurður.

Ásta Kristín Sigurjónsdóttir er framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans. Hún  lauk IPMA vottun í verkefnastjórnun frá árið 2011. Einnig lauk hún BS gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2004. Hún hefur um árabil sinnt ráðgjöf við fyrirtæki og sveitarfélög á Austurlandi á sviði nýsköpunar og þróunar.

Hermann Ottósson er ráðgjafi hjá Íslenska ferðaklasanum. Hann hefur lokið BA prófi frá HÍ og Cand. Mag. prófi mannfræði og félagsfræði frá Árósaháskóla, auk MBA prófi frá Viðskiptaháskólanum í Árósum, með áherslu á stefnumótun, stjórnun og mannauð. Hermann hefur víðtæka reynslu af ráðgjafarstörfum, stjórnun, stefnumótun og markaðsstarfi erlendis og var m.a. um árabil  forstöðumaður hjá Útflutningsráð Íslands og Íslandsstofu. 

Selma Dögg Sigurjónsdóttir hefur verið verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands í ellefu ár. Hún hefur komið að fjölmörgum verkefnum á sviði ferðaþjónustu og meðal annars komiðað handbókinni Einstök íslensk upplifun og er í stýrihópi Arctic Coast Way ferðamannaveginum á Norðurlandi.  Selma hefur lokið M.Sc gráðu í alþjóðaviðskiptum við Oxford Brookes Business school og hafði áður lokið BS gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri.

Sigurður Steingrímsson er verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands á Akureyri.  Hann hefur komið að fjölmörgum verkefnum m.a fræðslu varðandi stofnun og rekstur fyrirtækja, þróun hugmynda, gerð viðskiptaáætlana og fleira. Sigurður BS gráðu í rekstrarfræði og stjórnunarfræðum frá Háskólanum á Akureyri. Sigurður vann að þróun rekstrarlíkans fyrir frumkvöðla og fyrirtæki og  hefur víðtæka reynslu við mat styrkumsókna, stuðning og ráðgjöf við umsóknagerð.